Previous Entry Share Next Entry
Roman Abramóvitsj kemur að útgáfunni
wardenburgtaty wrote in abramovichroma1
http://www.visir.is/article/20091212/FRETTIR01/817238712Roman Abramóvitsj, eigandi fótboltaliðsins Chelsea og einn ríkasti maður Englands, kemur að útgáfu ljósmyndabókarinnar Africa, Future of Football eða Afríka, framtíð fótboltans eftir Pál Stefánsson ljósmyndara. Bókin kemur út í mars, örfáum mánuðum áður en heimsmeistarakeppnin í fótbolta hefst í Suður-Afríku.

„Aðstoðarmaður Abramóvitsj sá myndir sem teknar höfðu verið fyrir bókina og sýndi honum þær. Hann féll fyrir þeim og í framhaldinu var gengið frá þátttöku hans í útgáfu bókarinnar," segir Páll.

Formála bókarinnar rita þeir Didier Drogba frá Fílabeinsströndinni og Michael Essien frá Gana sem báðir eru leikmenn Chelsea og skærustu stjörnur fótboltans frá Afríku. „Ég er nýbúinn að sjá þá spila landsleiki á heimavelli sem var upplifun, þeir eru dáðir og dýrkaðir," segir Páll, sem hefur farið í á annan tug ferða víða um Afríku til að mynda fyrir bókina.

„Fótboltamenn eru stjörnurnar í Afríku, fótbolti er spilaður alls staðar og það er mikill uppgangur í honum." Í bókinni eru myndir af fótboltaiðkun víða í Afríku og fá lesendur Fréttablaðsins að sjá sýnishorn í blaði dagsins. - sbt / sjá síðu 34

?

Log in